Íslenska

Galdrastafir og græn augu - Bókagagnrýni

Galdrastafir og græn augu er bók eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur. Bókin er um Svein Sigurðsson og ferðalag hans um tímann. Hann var bara venjulegur strákur úr Kópavoginum. Hann fann galdrastaf á steini úti í móa og byrjaði að leika sér að segja galdraþulur eins og galdramenn gera… Allt í einu kom algjört hvassviðri og vindur allt í kring um hann. Hann þeyttist upp í loft og þegar hann lenti var hann kominn til ársins 1713. Sveinn kynnist lífinu þar. Þar var margt sem hann hafði aldrei séð eða gert áður. Hann varð líka í fyrsta sinn ástfanginn. Hann varð ástfanginn af Kristínu, en hún var vinnukona á Hlíð, sem var bær þarna rétt hjá. En það sem Sveinn vildi mest af öllu var að komast heim. Hann vissi að ef hann komst þangað með göldrum þyrfti hann að nota galdra til þess að komast til baka. Jónas, sem var vinur hans og var líka frá bænum Hlíð, sagði honum að séra Eiríkur á Vogsósum væri rammgöldróttur. Sveinn lærði hjá séra Eiríki og að lokum komst hann heim. Mér fannst bókin mjög góð og spennandi. Maður var alltaf spenntur fyrir næsta kafla. Það sem mér fannst skemmtilegast var að bókin gerist á tveimur tímum og maður fær að kynnast því hvernig fólk lifði í gamla daga. Mér fannst áhugaverðast var að Sveinn var í tvær vikur í fortíðinni en þegar hann kom til baka var hann búinn að vera frá í 2 klukkutíma.Stundum fannst mér bókin samt vera langdreginn og ekki mikið að gerast.

Úlfljótsvatn

Þann 25. apríl fórum við í sjöunda bekk í skólabúðir á Úlfljótsvatni. Strákarnir gistu í skála sem heitir DSÚ skáli en stelpurnar í JB skála, en á neðri hæðinni í þeim skála borðuðum við matinn. Við vorum í tvær nætur og þrjá daga á Úlfljótsvatni og ég gisti með Krissa og Ágústi í herbergi sem hét Birnur. Það var skáti sem var oftast með okkur og stjórnaði dagskrá en hún hét Elín. Við fórum í fullt af skemmtilegum leikjum á hverjum degi. Mér fannst skemmtilegast í bogfimi en það voru fullt af skemmtilegum leikjum eins og klifur, frisbígolf o.fl. Á kvöldin var kvöldvaka og þá voru krakkarnir með atriði á kvöldin og sýndu. Mér fannst þessi ferð heppnast mjög vel og ég myndi endilega vilja koma aftur á Úlfljótsvatn. 

 Ráðgátan

Fyrst byrjaði ég á því að finna fimm hugmyndir um hvernig sögu ég gæti gert. Ég valdi að gera spennusögu. Sagan er um fjóra krakka sem fara á eyju langt í burtu

til þess að leysa ráðgátu. Hún er spennandi og fyndin á köflum.

Hér getur þú séð verkefnið mitt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Möller
Björn Möller
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband