Samfélagsfræði

 Tyrkjaránið - Verkefni13351115_10208390488671188_562329043_o

Við gerðum nokkur verkefni um Tyrkjaránið. Mér fannst þau flest mjög skemmtileg en mér fannst skemmtilegast að gerast fréttaritari og að gera teiknimyndasögu um annað rán sem gerðist í Grindavík, en það gerðist stuttu áður en Tyrkjaránið. Ég lærði mikið um tyrkjaránið sem ég vissi ekki áður.  

 Hér geturðu séð verkefnið mitt (fréttirnar)

Tyrkjaránið - Leikrit

Við gerðum leikrit um Tyrkjaránið eftir að við lærðum um það. Leikritið var eftir krakka sem eru tveimur árum eldri en við. Fyrst töluðum við í gegnum leikritið einu sinni og þegar það var búið fórum við niður í sal að æfa. Við æfðum í tvær eða þrjár vikur og sýndum svo foreldrum einu sinni og svo sýndum við 3. 4. og 6. bekk daginn eftir. Ég lék Einar Loftson og mér gekk vel að leika það hlutverk. Mér fannst gaman að leika í þessu leikriti og mér finnst ég hafa aukið sjálfstraustið smá.

 Búddharitgerð

Í þessu verkefni lærðum við um Búddha. Fyrst lásum við um gimsteinana þrjá og um ævi Búddha. Svo gerðum við ritgerð um Búddhadóm. Það sem ég lærði mest á þessu verkefni var að trúabrögð heimsins eru ólík því sem ég á að venjast og að engin trúabrögð eru eins. Munkar og nunnur leggja t.d. mjög mikið á sig til þess að komast til nirvana. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og mér leiddist aldrei. Mér fannst verkefnið koma vel út og ég er ánægður með það.

Hér getur þú séð verkefnið mitt

Staðreyndir um Evrópu

Í verkefninu "Staðreyndir um Evrópu" byrjaði ég á því að fá spurningablað. Ég átti að svara spurningunum með því að leita í Evrópubókinni. Þetta voru allt í allt 24 spurningar.Þegar ég var búinn að svara flestum spurningunum átti ég að fara í tölvur og gera verkefni út frá svörunum.

Mér fannst þetta ekki svakalega skemmtilegt verkefni en mér finnst ég hafa lært mikið um Evrópu. Það sem mér fannst skemmtilegast var að hanna verkefnið og það sem mér fannst fróðlegast var hvað Evrópuríkin geta verið ólík og margt öðruvísi en ég hélt.

Hér getur þú séð verkefnið mitt 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Möller
Björn Möller
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband