6.6.2016 | 09:30
Verkgreinar
Heimilisfræði
Í Heimilisfræði vorum við oftast að baka brauð en stundum vorum við að elda mat eða baka eitthvað gott. Mér fannst ekki skemmtilegt í Heimilisfræði. Ég lærði samt margar góðar uppskriftir.
Myndmennt 2
Í Myndmennt 2 hjá Bergljótu vorum við að læra um OP-art og fleira sem ég man ekki hvað heitir. Mér fannst alveg ágætt í Myndmennt 2 og ég lærði mikið um list (Ég hef samt engann áhuga á list).
Smíði
Í Smíði gerðum við bakka og hring. Allir gerðu einn bakka og flestir gerðu einn hring. Ég og Riggie vorum mikið að vinna saman og kláruðum bakkana okkar fyrstir. Svo fórum við að gera hring og kláruðum hann fljótlega. Þá var svo mikið eftir að við gerðum annan hring hvor. Mér fannst skemmtilegt í Smíði af því að ég er góður í henni.
Textílmennt
Í Textílmennt saumuðum við buxur og prjónuðum það sem við vildum. Ég saumaði bleikar buxur af því að mér finnst það flottur litur. Ég ætlaði líka að pjóna vettlinga en það breyttist af því að það var svo lítill tími eftir. Mér fannst ekki skemmtilegt í Textílmennt af því mér finnst leiðinlegt að prjóna og sauma.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.